Skip to main content

Öryggis- og heilbrigðisstefna

Heilsa og öryggi starfsmanna og samstarfsaðila er í fyrirrúmi hjá Línuborun þar sem öllum er tryggt öruggt
og heilsusamlegt vinnuumhverfi sem stuðlar að slysalausum vinnustað.
Línuborun skuldbindur sig til þess að:

  • Uppfylla kröfur viðskiptavina, laga, reglugerða og staðla.
  • Greina áhættu, vinna stöðugt að úrbótum og setja markmið þar að lútandi.
  • Leggja starfsmönnum til aðstöðu, tæki og búnað sem uppfyllir öryggiskröfur.
  • Leggja starfsmönnum og gestum til viðeigandi persónuhlífar.
  • Leggja til viðeigandi neyðaráætlanir og skyndihjálparþjálfun.
  • Veita nauðsynlega þjálfun og fræðslu í öryggismálum.
  • Hvetja til þátttöku og samráðs til að viðhalda öruggum vinnuaðstæðum.
  • Rannsaka atvik og hættu með úrbætur að markmiði.
  • Fylgjast með virkni öryggisstjórnunarkerfisins.
  • Fylgjast með áhrifum starfseminnar á heilsu með heilsufarsskoðunum.

Öryggi, heilsa og öruggt vinnuumhverfi er á ábyrgð stjórnenda, allra starfsmanna og þjónustuaðila og greinist þannig:

STJÓRNENDUR
  • Tryggja að þessari stefnu og öryggisstjórnunarkerfinu sé viðhaldið.
  • Tryggja að virkt samráð sé um öryggismál milli starfsmanna og stjórnenda.
  • Leitast við að auka öryggi í samstarfi við yfirstjórn.
VERKSTJÓRNENDUR
  • Tryggja að öryggisstjórnunarkerfinu sé fylgt.
  • Tryggja að starfsfólk sé hæft til að sinna verkefnum sem því er úthlutað.
  • Tilkynna öll atvik sem upp koma til stjórnenda.
STARFSMENN
  • Þekkja og fylgja öryggisreglum.
  • Nota viðeigandi persónuhlífar.
  • Tryggja heilsu og öryggi þeirra sjálfra og annarra á vinnustað.
  • Tilkynna öll atvik sem upp koma til yfirmanns.
ÞJÓNUSTUAÐILAR
  • Fylgja öryggisreglum Línuborunar fyrir undirverktaka.
  • Tilkynna verk sem geta haft áhrif á heilsu og öryggi þeirra sjálfra og annarra.
  • Leitast við að auka öryggi í samstarfi við starfsmenn og stjórnendur.

Framkvæmdastjórn Línuborunar hefur samþykkt þessa stefnu og styður við framkvæmd hennar. Stefnan er endurskoðuð árlega á rýnifundi stjórnenda.